Byggðarráð

1248. fundur 30. júní 2025 kl. 14:00 - 16:52 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Þorgils kom til fundar kl. 14:01.

1.Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs kemur til fundar

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Þorgils Magnússon sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda og helstu verkefni á döfinni á sviðinu. Byggðarráð þakkar Þorgils greinargóða yfirferð.
Þorgils vék af fundi kl. 15:23.

2.Samstarfssamningur um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Húnaþings vestra og Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um afnot af aðstöðu undir félagsstarf í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög. Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert skal metið umfang notkunar félagsins undir starf sitt og leiga færð sem styrkur við félagið. Sveitarstjóra er falin undirritun samningsins sem gildir frá 1. ágúst 2025.

3.Ársreikningur Reykjaeigna 2024

Málsnúmer 2506043Vakta málsnúmer

Ársreikningur Reykjaeigna fyrir árið 2024 lagður fram til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ársreikning með undirritun sinni.

4.Reglur um innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna hjá Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2506047Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna hjá Húnaþingi vestra.
Reglunum er ætlað að að tryggja að jafnræðis sé gætt við innheimtu og afskriftir, beina gjaldendum í viðeigandi úrræði lendi þeir í vanskilum með ákveðnar tegundir krafna og tryggja viðskiptahagsmuni sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur.

5.Reglur Húnasjóðs og úthlutun 2025

Málsnúmer 2506049Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum reglum Húnasjóðs.
Í drögunum eru gerðar tillögur að breytingum á úthlutunarskilyrðum sjóðsins. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Húnasjóðs. Sveitarstjóra er falið að birta reglurnar og auglýsa úthlutun ársins 2025 úr sjóðnum með umsóknarfrest til og með 13. júlí 2025.

6.Leigusamningar vegna leigu á lóð við Félagsheimilið Víðihlíð og aðstöðu í húsinu

Málsnúmer 2506052Vakta málsnúmer

Fram lagðir samningar milli Aurora Igloos og Félagsheimilisins Víðihlíðar vegna leigu á lóð og aðstöðu vegna fyrirhugaðrar byggingar á kúluhúsum.
Byggðarráð staðfestir framlagða samninga.

7.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2025

Málsnúmer 2506053Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Markaðsstofu Norðurlands um skilgreiningu forgangsverkefna í Áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir árið 2025.
Undanfarin ár hafa eftirfarandi verkefni verið skilgreind sem forgangsverkefni í Húnaþingi vestra:

Vatnsnes.
Borðeyri.
Reykjatangi.
Kolugljúfur.
Stígakerfi við Hvammstanga og víðar.

Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir tillögum íbúa að forgangsverkefnum og gera tillögu að áherslum sveitarfélagsins í áfangastaðaáætlun byggt á þeim og leggja fyrir byggðarráð.

8.Ársreikningur Húnasjóðs 2024

Málsnúmer 2506056Vakta málsnúmer

Ársreikningur Húnasjóðs 2024 lagður fram til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ársreikning með undirritun sinni.

9.Forkaupsréttur vélbátanna Mars HU-41 og Steina HU-45

Málsnúmer 2506057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þresti Óskarssyni vegna fyrirhugaðrar sölu á vélbátunum Mars HU-41 og Steina HU-45. Skv. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 hefur sveitarstjórn sveitarfélags seljanda forkaupsrétt að skipi ef heimilisfesti kaupanda er í öðru sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að vélbátunum Mars HU-41 og Steina HU-45.

10.Launagreining 2025

Málsnúmer 2506058Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöðu launagreiningar í tengslum við úttekt jafnlaunavottunar.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir niðurstöðu launagreiningar fyrir árið 2025. Er greiningin hluti af úttekt jafnlaunavottunar sem nú stendur yfir. Þegar grunnlaun eru skoðuð eru karlar að meðaltali með 0,9% lægri laun en konur, en þegar heildarlaun eru skoðuð eru konur að meðaltali með 1,0% lægri laun en karlar.
Byggðarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerðir 981. og 982. funda Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 124. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Var efnið á síðunni hjálplegt?