Launagreining 2025

Málsnúmer 2506058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1248. fundur - 30.06.2025

Farið yfir niðurstöðu launagreiningar í tengslum við úttekt jafnlaunavottunar.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir niðurstöðu launagreiningar fyrir árið 2025. Er greiningin hluti af úttekt jafnlaunavottunar sem nú stendur yfir. Þegar grunnlaun eru skoðuð eru karlar að meðaltali með 0,9% lægri laun en konur, en þegar heildarlaun eru skoðuð eru konur að meðaltali með 1,0% lægri laun en karlar.
Byggðarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð.
Var efnið á síðunni hjálplegt?