Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2025

Málsnúmer 2506053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1248. fundur - 30.06.2025

Lögð fram beiðni Markaðsstofu Norðurlands um skilgreiningu forgangsverkefna í Áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir árið 2025.
Undanfarin ár hafa eftirfarandi verkefni verið skilgreind sem forgangsverkefni í Húnaþingi vestra:

Vatnsnes.
Borðeyri.
Reykjatangi.
Kolugljúfur.
Stígakerfi við Hvammstanga og víðar.

Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir tillögum íbúa að forgangsverkefnum og gera tillögu að áherslum sveitarfélagsins í áfangastaðaáætlun byggt á þeim og leggja fyrir byggðarráð.

Byggðarráð - 1253. fundur - 08.09.2025

Lögð fram tillaga að forgangsverkefnum áfangastaðaáætlunar 2025.
Auglýst var eftir tillögum að forgangsverkefnum með auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir óbreytt forgangsverkefni frá fyrra ári. Þau eru Vatnsnes, Borðeyri, Reykir í Hrútafirði, Kolugljúfur og stígakerfi milli Laugarbakka, Hvammstanga og Kirkjuhvamms.
Var efnið á síðunni hjálplegt?