Starfshópur um húsnæðisþörf og þróun útisvæðis Leikskólans Ásgarðs

Málsnúmer 2510027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1259. fundur - 20.10.2025

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með tillögu að stofnun starfshóps um mat á húsnæðisþörf og þróun útisvæðis Leikskólans Ásgarðs.
Í minnisblaðinu kemur fram að húsnæðisáætlanir sveitarfélagsins hafi leitt í ljós útlit fyrir aukningu í nemendafjölda Leikskólans Ásgarðs á komandi árum. Útlit er fyrir að sú þróun sé hraðari en áætlanir hafa gefið til kynna en í vetur eru 69 nemendur við leikskólann. Miðað hefur verið við að hámarksfjöldi nemenda sé 70. Einnig kemur fram í minnisblaðinu þörf á endurnýjun leiktækja og breytinga á útisvæði.

Í ljósi þess að teikn eru á lofti um atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og af þeim ástæðum sem taldar eru upp hér að framan samþykkir byggðarráð að starfshópur verði stofnaður um framtíðarþróun húsnæðis og útisvæðis leikskólans. Í hópnum sitji formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn og fulltrúi foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs. Með hópnum starfi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, leikskólastjóri og verkefnisstjóri umhverfismála.

Einnig lögð fram drög að erindisbréfi hópsins. Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf og felur sveitarstjóra að kalla eftir tilnefningum í hópinn.


Byggðarráð - 1260. fundur - 27.10.2025

Skipan fulltrúa í starfshópinn. Áður á dagskrá 1259. fundar.
Í samræmi við erindisbréf starfshópsins skipar byggðarráð eftirtalin í hópinn:
Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs, formaður,
Viktor Ingi Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi,
Rannvá Björk Þorleifsdóttir, formaður foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs.

Starfshópur um húsnæðisþörf og þróun útisvæðis Leikskólans Ásgarðs - 1. fundur - 26.11.2025

Unnið hugmyndaskjal um vekefni hópsins og ræddar leiðir til samráðs. Samþykkt að kalla skipulags- og byggingarfulltrúa til næsta fundar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?