Byggðarráð

1259. fundur 20. október 2025 kl. 13:00 - 15:09 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Starfshópur um húsnæðisþörf og þróun útisvæðis Leikskólans Ásgarðs

Málsnúmer 2510027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með tillögu að stofnun starfshóps um mat á húsnæðisþörf og þróun útisvæðis Leikskólans Ásgarðs.
Í minnisblaðinu kemur fram að húsnæðisáætlanir sveitarfélagsins hafi leitt í ljós útlit fyrir aukningu í nemendafjölda Leikskólans Ásgarðs á komandi árum. Útlit er fyrir að sú þróun sé hraðari en áætlanir hafa gefið til kynna en í vetur eru 69 nemendur við leikskólann. Miðað hefur verið við að hámarksfjöldi nemenda sé 70. Einnig kemur fram í minnisblaðinu þörf á endurnýjun leiktækja og breytinga á útisvæði.

Í ljósi þess að teikn eru á lofti um atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og af þeim ástæðum sem taldar eru upp hér að framan samþykkir byggðarráð að starfshópur verði stofnaður um framtíðarþróun húsnæðis og útisvæðis leikskólans. Í hópnum sitji formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn og fulltrúi foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs. Með hópnum starfi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, leikskólastjóri og verkefnisstjóri umhverfismála.

Einnig lögð fram drög að erindisbréfi hópsins. Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf og felur sveitarstjóra að kalla eftir tilnefningum í hópinn.


2.Gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um opnunartíma og gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs í framhaldi af störfum starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga.
Í minnisblaðinu er farið yfir tillögur sem lúta að mögulegum breytingum á gjaldskrá til að mæta styttingu vinnuviku starfsmanna leikskólans án þess að komi til hækkana á gjaldskrá á hópa sem ekki geta stytt vistunartíma. Byggðarráð samþykkir að kalla saman að nýju starfshóp um opnunartíma leikskóla og grunnskóla sem skilaði tillögum sínum í apríl til að yfirfara framkomnar hugmyndir.

3.Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 32

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð eiganda húseignar að Norðurbraut 32 vegna loka lóðarleigusamnings.
Hljóðar tilboðið upp á kr. 83.326.464 sem er miðgildi síðastu tilboða Húnaþings vestra og eiganda eignarinnar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Byggðarráð samþykkir framlagt tilboð, með þeim skilyrðum að uppgjör fari fram í einu lagi og að eigandi rými húsnæðið og allt annað lausafé og mannvirki á lóðinni innan þriggja mánaða frá staðfestingu sveitarstjórnar. Sveitarfélagið tekur að sér að fjarlægja húsið, niðurgrafnar þrær og efnishaug við síló á lóðinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við framangreint í samvinnu við lögmenn sveitarfélagsins.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 2 atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) - Mál til umsagnar - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 2510033Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar mál frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis varðandi umsögn við frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

5.Lokaskýrsla - Eldur í Húnaþingi 2025

Málsnúmer 2510030Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla og reikningar vegna hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi 2025.
Byggðarráð ítrekar þakkir til umsjónarmanna hátíðarinnar fyrir gott utanumhald og vel heppnaða hátíð.

6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 986. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:

7.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2510044Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að Viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025:

„Eignasjóður, götur kr. 83.326.464.
Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár. Viðaukinn er gerður vegna samkomulags milli eiganda eignarinnar Norðurbrautar 32 og sveitarfélagsins í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu hans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 2 atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 15:09.

Var efnið á síðunni hjálplegt?