Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2510044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1259. fundur - 20.10.2025

Bætt á dagskrá:
Lögð fram eftirfarandi tillaga að Viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025:

„Eignasjóður, götur kr. 83.326.464.
Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár. Viðaukinn er gerður vegna samkomulags milli eiganda eignarinnar Norðurbrautar 32 og sveitarfélagsins í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu hans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 2 atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn - 396. fundur - 18.11.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga að Viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025:

„Eignasjóður, götur kr. 83.326.464.

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár. Viðaukinn er gerður vegna samkomulags milli eiganda eignarinnar Norðurbrautar 32 og sveitarfélagsins í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu hans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson og Viktor Ingi Jónsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?