Byggðarráð

1250. fundur 14. júlí 2025 kl. 14:00 - 15:35 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna náms

Málsnúmer 2507005Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Borghildar Haraldsdóttur um námsstyrk í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Fyrir liggur umsögn skólastjóra um beiðnina. Þar kemur fram að kennarahópur grunnskólans sé nær eingöngu skipaður einstaklingum með leyfisbréf eða í viðeigandi námi. Með tilliti til framtíðarskipulags og óvissu um þörf eftir fjögurra ára námstíma er erfitt að meta fyrirliggjandi þörf stofnunarinnar.
Í ljósi framangreinds og með vísan í 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra samþykkir byggðarráð að hafna umsókninni. Umsækjanda er bent á að hámarksstyrkur skv. framangreindum reglum er til tveggja ára og því gætu gefist tækifæri til að sækja um styrk síðar á námstímanum, einkum ef breyting verður á þörf stofnunarinnar.

2.Umsókn um styrk vegna náms

Málsnúmer 2507022Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Maríu Pétursdóttur um námsstyrk vegna náms í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Fyrir liggur umsögn skólastjóra um beiðnina. Þar kemur fram að kennarahópur grunnskólans sé nær eingöngu skipaður einstaklingum með leyfisbréf eða í viðeigandi námi. Með tilliti til framtíðarskipulags og óvissu um þörf eftir fjögurra ára námstíma er erfitt að meta fyrirliggjandi þörf stofnunarinnar.
Í ljósi framangreinds og með vísan í 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra samþykkir byggðarráð að hafna umsókninni. Umsækjanda er bent á að hámarksstyrkur skv. framangreindum reglum er til tveggja ára og því gætu gefist tækifæri til að sækja um styrk síðar á námstímanum, einkum ef breyting verður á þörf stofnunarinnar.

3.Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu (2025)

Málsnúmer 2507018Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni fjármálaráðuneytis um umsögn um beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar á grundvelli 9. gr. a skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Er um að ræða þriðju beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Lega línunnar í Húnaþingi vestra liggur um Holtavörðuheiði að fyrirhuguðu tengivirki við Miklagil. Ekki er uppi ágreiningur um leguna innan Húnaþings vestra og aðeins um einn landeiganda að ræða. Hvað þann hluta línunnar telur byggðarráð því ekki þörf á skipan raflínunefndar.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra lagðist gegn því að frumvarp um raflínunefndir fengi fram að ganga þar sem hún taldi með frumvarpinu vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Sú skoðun hefur ekki breyst. Hins vegar er brýnt að þoka framkvæmdinni áfram og af þeim sökum mun sveitarfélagið ekki leggjast gegn skipan nefndarinnar í þessu tilviki.

4.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra og Elínar Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2026 ásamt 3ja ára áætlunar fyrir árin 2027-2029 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að undirbúa vinnuna í samræmi við hana.

5.Starfshópur um byggingu björgunarmiðstöðvar

Málsnúmer 2412062Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga starfshóps um byggingu björgunarmiðstöðvar.
Starfshópurinn er afar jákvæður fyrir byggingu björgunarmiðstöðvar og telur að slík bygging myndi nýtast og styrkja starf allra viðbragðsaðila á svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir tilboðum í fullnaðarhönnun hússins ásamt kostnaðargreiningu áður en ákvörðun verður tekin um hvort ráðist verði í framkvæmdina. Sveitarstjóra er einnig falið að sækja um lóðina Höfðabraut 36 fari svo að tekin verði ákvörðun um að ráðast í bygginguna.
Byggðarráð þakkar starfshópnum og þeim aðilum sem að vinnu hópsins komu fyrir vel unnin störf.

6.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 2507028Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, sækir um lóðina Höfðabraut 36, Hvammstanga, fyrir hönd Húnaþings vestra.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Húnaþingi vestra lóðina Höfðabraut 36, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?