Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu (2025)

Málsnúmer 2507018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1250. fundur - 14.07.2025

Lögð fram beiðni fjármálaráðuneytis um umsögn um beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar á grundvelli 9. gr. a skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Er um að ræða þriðju beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Lega línunnar í Húnaþingi vestra liggur um Holtavörðuheiði að fyrirhuguðu tengivirki við Miklagil. Ekki er uppi ágreiningur um leguna innan Húnaþings vestra og aðeins um einn landeiganda að ræða. Hvað þann hluta línunnar telur byggðarráð því ekki þörf á skipan raflínunefndar.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra lagðist gegn því að frumvarp um raflínunefndir fengi fram að ganga þar sem hún taldi með frumvarpinu vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Sú skoðun hefur ekki breyst. Hins vegar er brýnt að þoka framkvæmdinni áfram og af þeim sökum mun sveitarfélagið ekki leggjast gegn skipan nefndarinnar í þessu tilviki.

Byggðarráð - 1262. fundur - 24.11.2025

Lagt fram svarbréf félags- og húsnæðismálaráðuneytisins frá 13. nóvember 2025 við beiðni Landsnets um að skipuð verði sérstök raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið samþykkir skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

Byggðarráð ítrekar fyrri afstöðu sína til skipan raflínunefnda þess efnis að með því sé gengið á skipulagsvald sveitarfélaga.
Var efnið á síðunni hjálplegt?