Umsókn um styrk vegna náms

Málsnúmer 2507005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1250. fundur - 14.07.2025

Lögð fram beiðni Borghildar Haraldsdóttur um námsstyrk í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Fyrir liggur umsögn skólastjóra um beiðnina. Þar kemur fram að kennarahópur grunnskólans sé nær eingöngu skipaður einstaklingum með leyfisbréf eða í viðeigandi námi. Með tilliti til framtíðarskipulags og óvissu um þörf eftir fjögurra ára námstíma er erfitt að meta fyrirliggjandi þörf stofnunarinnar.
Í ljósi framangreinds og með vísan í 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra samþykkir byggðarráð að hafna umsókninni. Umsækjanda er bent á að hámarksstyrkur skv. framangreindum reglum er til tveggja ára og því gætu gefist tækifæri til að sækja um styrk síðar á námstímanum, einkum ef breyting verður á þörf stofnunarinnar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?