Landbúnaðarráð

220. fundur 06. ágúst 2025 kl. 13:00 - 13:25 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Dagný Ragnarsdóttir varaformaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Gísli Grétar Magnússon
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Stella Dröfn Bjarnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Verklagsreglur vegna úthlutunar styrkvegafjár

Málsnúmer 2507027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verklagsreglum vegna úthlutunar styrkvegafjár.
Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra birtingu þeirra.

2.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Áminning um skil á umsóknum um fjárframlög á árinu 2026.
Landbúnaðarráð minnir fjallskiladeildir á að skila umsóknum um framlög árið 2026 eigi síðar en 15. september. Umsóknum er skilað á íbúagátt.
Sigríður Ólafsdóttir vék af fundi kl. 13:04, Dagný Ragnarsdóttir varaformaður tók við fundarstjórn.

3.Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2025

Málsnúmer 2507057Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð samþykkir að fyrirkomulag rjúpnaveiða verði óbreytt frá fyrra ári

Rjúpnaveiði 2025 verður með eftirfarandi hætti:

Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagins. Í boði verða tvenns konar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði, en þau eru;

a) Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og eignarhlut Húnaþings vestra í Öxnártungu (svæði 1).
b) Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru (svæði 2).
Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á veiðitíma rjúpu sem umhverfisráðuneytið gefur út vegna ársins 2025 og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.

Veiðileyfin verða til sölu hjá Hallfríði Ólafsdóttur í Víðidalstungu. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 11.000 á dag.

Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði 1 er takmarkaður við 4 byssur á dag, en 5 byssur á svæði 2. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.

Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Veiðileyfið veitir því ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði. Veiðileyfi eru ekki endurgreidd.

Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er ákveðið og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.

4.Fyrirkomulag gæsaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2025

Málsnúmer 2507056Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð samþykkir að fyrirkomulag gæsaveiða verði óbreytt frá fyrra ári.

Gæsaveiðar 2025 verða með eftirfarandi hætti:

Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til gæsaveiða í eignarlöndum sveitarfélagins.

Í boði er að kaupa leyfi á þremur svæðum;
a. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði austan Víðidalsár ásamt jörðinni Öxnártungu.
b. Víðidalstunguheiði vestan Víðidalsár ásamt jörðunum Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Króki.
c. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru.

Hvert veiðileyfi gildir þann dag sem tilgreindur er á viðkomandi leyfi og er útgefið innan þess gæsaveiðitíma sem umhverfisráðuneytið gefur út vegna ársins 2025. Leyfið veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.

Leyfin verða til sölu hjá Hallfríði Ólafsdóttur í Víðidalstungu. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 9.000 á dag.

Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði er takmarkaður við 4 byssur á hverju svæði á dag. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.

Með vísan til 7. gr. Fjallskilasamþykktar Húnaþings vestra er óheimilt að nýta hunda og flygildi (dróna) til veiða fyrr en fyrstu göngum á viðkomandi afrétti er lokið.

Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Veiðileyfið veitir því ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði. Veiðileyfi eru ekki endurgreidd.

Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.
Sigríður Ólafsdóttir kom til fundar að nýju kl. 13:12 og tók við fundarstjórn.

5.Veiðieftirlit vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2025

Málsnúmer 2507058Vakta málsnúmer

Drög að samningi vegna veiðieftirlits lögð fram til samþykktar.
Landbúnaðarráð samþykkir að veiðieftirlit verði með sama hætti og undanfarin ár. Lagður er fram samningur við eftirlitsmann, Júlíus Guðna Antonsson, um eftirlitið. Landbúnaðarráð samþykkir samninginn.

6.Úthlutun Vegagerðarinnar til úthlutunar styrkvegafjár á árinu 2025.

Málsnúmer 2503002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úthlutun Vegagerðarinnar til úhlutunar styrkvegafjár á árinu 2025.
Úthlutun ársins er kr. 2.500.000. Fjallskiladeildir hafa þegar verið upplýstar um úhlutunina.

Fundi slitið - kl. 13:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?