Styrkvegir 2025

Málsnúmer 2503002

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 217. fundur - 05.03.2025

Kallað hefur verið eftir upplýsingum frá fjallskiladeildum vegna undirbúnings umsóknar Húnaþings vestra í styrkvegapott Vegagerðarinnar árið 2025, sjá 1. dagskrárlið 216. fundar landbúnaðarráðs þann 12. febrúar sl.

Sveitarstjóra er falið að vinna að umsókn í samráði við fjallskilastjórnirnar.

Landbúnaðarráð - 219. fundur - 02.07.2025

Úthlutun styrkvegafjár 2025.
Ekki hefur borist tilkynning frá Vegagerðinni vegna úthlutunar styrkvegafjár á árinu 2025. Landbúnaðarráð harmar seinagang við úthlutunina. Nú er farið að líða á þann tíma sem er til framkvæmda og afleitt að töf verði á þeim vegna þessa.
Framlag til styrkvega samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er kr. 3.250.000.
Eftirfarandi tillaga um skiptingu framlags sveitarfélagsins var samþykkt samhljóða:
a) Til afréttavega á Víðidalstunguheiði kr. 1.365.000.
b) Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.040.000.
c) Til afréttavega í Hrútafirði austur kr. 585.000.
d) Til vegar ofan Hvammstanga upp á Vatnsnesfjall kr. 260.000.

Fjallskilastjórnir sjá um framkvæmdir við styrkvegi á sínum svæðum, að veginum yfir Brandagilshálsi undanskildum sem verður á ábyrgð sveitarstjóra. Landbúnaðarráð samþykkir samræmt gjald vegna vinnu við styrkvegina í sveitarfélaginu, þar sem gjald fyrir dráttarvél með vagni og manni verði að hámarki kr. 18.500 pr.klst. með vsk. Vinnu við styrkvegina skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og lokafrestur til að skila inn reikningum vegna vinnunnar er 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra.

Þegar framlag Vegagerðarinnar árið 2025 verður ljóst, verður því úhlutað í sama hlutfalli og framlag sveitarfélagsins. Fjallskilastjórnir verða upplýstar um niðurstöðuna eins fljótt og auðið er.

Landbúnaðarráð - 220. fundur - 06.08.2025

Lögð fram til kynningar úthlutun Vegagerðarinnar til úhlutunar styrkvegafjár á árinu 2025.
Úthlutun ársins er kr. 2.500.000. Fjallskiladeildir hafa þegar verið upplýstar um úhlutunina.
Var efnið á síðunni hjálplegt?