Veiðieftirlit vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2025

Málsnúmer 2507058

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 220. fundur - 06.08.2025

Drög að samningi vegna veiðieftirlits lögð fram til samþykktar.
Landbúnaðarráð samþykkir að veiðieftirlit verði með sama hætti og undanfarin ár. Lagður er fram samningur við eftirlitsmann, Júlíus Guðna Antonsson, um eftirlitið. Landbúnaðarráð samþykkir samninginn.

Byggðarráð - 1252. fundur - 20.08.2025

Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins og veiðieftirlitsmanns vegna eftirlits með veiðum haustið 2025.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

Landbúnaðarráð - 222. fundur - 03.12.2025

Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum á nýliðnu veiðitímabili.
Veiðieftirlit gekk vel árið 2025. Veiðidagar voru 20 í ár. Farnar voru tvær eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Aðgengi að Víðidalstunguheiði er skert vegna færðar vegna kvísla sem þarf að þvera. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna greinagóða yfirferð.
Júlíus Guðni vék af fundi kl. 13:13.
Var efnið á síðunni hjálplegt?