Byggðarráð

1265. fundur 22. desember 2025 kl. 14:00 - 14:50 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Viktor Ingi Jónsson
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Dagskrá

1.Opnun tilboða í íbúð að Hlíðarvegi 25

Málsnúmer 2509015Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir tilboðum í fasteignina að Hlíðarvegi 25, neðri hæð sunnan megin, með fresti til sunnudagsins 21. desember 2025. Eitt tilboð barst frá Andra Frey Bender og Önnu Malagowska að upphæð kr. 3.000.000.-
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.

2.Beiðni um aukningu stöðugilda við leikskólann Ásgarð 2026

Málsnúmer 2512020Vakta málsnúmer

Byggðarráð sýnir þeim rökum sem tilgreind eru í beiðninni skilning. Ekki er gert ráð fyrir auknu stöðugildi í fjárhagsáætlun ársins 2026. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða hvort hægt er að hagræða á öðrum stöðum áætlunarinnar til að rými gefist fyrir auknu stöðugildi.

3.Skólahreysti 2026 - umsókn um styrk

Málsnúmer 2512028Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkumsókn vegna Skólahreysti 2026.
Óska forsvarsmenn keppninar eftir styrk að fjárhæð 250.000.- vegna nauðsynlegrar endurnýjunar keppnisbrautar Skólahreysti. Í ljósi góðs gengis keppnisliðs Húnaþings vestra undanfarin ár og hversu ríkan þátt í skólamenningu keppnin hefur samþykkir byggðarráð að styrkja endurnýjun keppnisbrautarinnar um kr. 250.000.- Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2025.

4.Skipan fulltrúa í Farsældarráð Norðurlands vestra

Málsnúmer 2512038Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um skipan fulltrúa í Farsældarráð Norðurlands vestra.
Óskað er eftir skipan fulltrúa meirihluta og minnihluta auk varamanna. Einnig er óskað eftir skipan varamanns fyrir sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem sæti á í ráðinu. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi skipan:

Aðalmenn:
Elín Lilja Gunnarsdóttir.
Viktor Ingi Jónsson.

Varamenn þeirra:
Magnús Magnússon.
Magnús Vignir Eðvaldsson.

Varamaður sviðsstjóra fjölskyldusviðs:
Sveitarstjóri.

5.Slit á Héraðsnefnd Strandasýslu

Málsnúmer 2504051Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna slita á Héraðsnefnd Strandasýslu.
Héraðsnefnd Strandasýslu hefur verið slitið en sveitarfélagið varð aðili að nefndinni við sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem aðilar voru að henni. Hlutur Húnaþings vestra að frádregnum kostnaði endurskoðenda við slitin var kr. 648.686.- Byggðarráð telur eðlilegt að fjármunirnir renni til verkefnis á svæðinu sem var hluti af héraðsnefndinni á meðan hún var starfandi. Ráðið samþykkir að styrkja Áhugamannafélag um endurbyggingu Riis-húss á Borðeyri um fjárhæðina sem í hlut sveitarfélagsins kom, kr. 648.686.-

6.Bréf frá Vegagerðinni vegna niðurfellingar vega af vegaskrá

Málsnúmer 2512035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra niðurfellinga Skólavegar, Reykjum nr. 7023-01 og Hrísakotsvegar nr. 7143-01 af vegaskrá. Einnig er tilkynnt að fyrirhuguð niðurfelling Fosshólsvegar nr. 7073-01 af vegaskrá komi ekki til framkvæmda.

7.Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga 1. september 2025

Málsnúmer 2512023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar fjallskilastjórnar Hrútfirðinga frá 1. september 2025.

8.Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga 9. júní 2025

Málsnúmer 2512024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar fjallskilastjórnar Hrútfirðinga frá 9. júní 2025.

9.Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga 2. júní 2025

Málsnúmer 2512025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar fjallskilastjórnar Hrútfirðinga frá 2. júní 2025.

10.Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga 4. desember 2025

Málsnúmer 2512026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 4. desember 2025.

11.Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga 5. desember 2025

Málsnúmer 2512027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynninga fundargerð stjórnarfundar fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 5. desember 2025.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerðir 990. og 991. funda Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra 2025

Málsnúmer 2501044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 10. desember 2025.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?