Húsnæðisstuðningur vegna námsmanna haustið 2017

Húsnæðisstuðningur vegna námsmanna haustið 2017

Húnaþing vestra greiðir sérstakan húsnæðisstuðning vegna námsmanna en sækja þarf um hann núna vegna haustannar 2017.

Stuðningur er annars vegar ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15 -17 ára barna sem búa á heimavist eða námsgörðum.  Hins vegar er stuðningur ætlaður námsmönnum (18 – 20 ára) á framhaldsskólastigi sem leigja stök herbergi á almennum markaði ef umsókn þeirra um heimavist eða búsetu á nemendagörðum hefur verið hafnað.

Umsóknarblað og reglur eru að finna á heimasíðu www.hunathing.is, umsóknarblað hér, reglur hér.  Nánari upplýsingar veitir Henrike Wappler, félagsráðgjafi.

Bent er á að námsmenn 18 ára og eldri sem leigja herbergi á heimavist eða íbúð á námsgörðum eða almennum markaði þurfa að sækja um til Vinnumálastofnunar á heimasíðu www.husbot.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?