Skipulags- og umhverfisráð

374. fundur 26. mars 2025 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnúsen
Dagskrá
Á fundinum sat skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn

1.Aðalskipulag Húnaþing vestra 2026-2038

Málsnúmer 2502063Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Húnaþing vestra stendur frammi fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Á fundinum verður kynning ráðgjafafyrirtækja fyrir aðalskipulagsvinnu sveitarfélgasins.
Sameiginlegur fundur Skipulags- og umhverfisráðs og sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem var haldinn í Ráðhúsi Húnaþings vestra um heildarendurskoðun Aðalskipulags Húnaþings vestra 2026-2038.

Á fundinum voru fluttar yfirgripsmiklar og faglegar kynningar af fulltrúum ráðgjafarfyrirtækjanna Landmótunar, Eflu og Verkís um stöðu vinnunnar og helstu áherslur í endurskoðun aðalskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisráð og sveitarstjórn þakka fyrir vandaða og faglega kynningu um vinnu og ferli um stefnumótun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?