Fundargerðir farsældarteymis

Málsnúmer 2310067

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 249. fundur - 25.10.2023

Lagðar fram fundargerðir 12. og 13. fundar farsældarteymis til kynningar.

Fræðsluráð - 241. fundur - 26.10.2023

Lagðar fram fundargerðir farsældarteymis til kynningar.

Fræðsluráð - 242. fundur - 30.11.2023

Fundargerðir 15. og 16. fundar farsældarteymis frá 10. og 17. nóvember sl. lagðar fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 06.12.2023

Lagðar fram fundargerðir farsældarteymis til kynningar.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 03.01.2024

Fundargerð farsældarteymis lögð fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.01.2024

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 253. fundur - 28.02.2024

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 254. fundur - 03.04.2024

Fundargerð 23. fundar farsældarteymis lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð - 245. fundur - 18.04.2024

Lagðar fram til kynningar.

Fræðsluráð - 246. fundur - 30.05.2024

Lagðar fram til kynningar fundargerðir farsældarteymis frá síðasta fundi.

Félagsmálaráð - 256. fundur - 28.08.2024

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

Fræðsluráð - 248. fundur - 26.09.2024

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 257. fundur - 02.10.2024

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

Farsældarteymi - 43. fundur - 12.12.2025

Sólveig Rósa Sigurðardóttir og Berglind Hauksdóttir frá Barna- og fjölskyldustofu mættu til fundarins.
Staða innleiðingar á farsæld barna.

Sólveig Rósa og Berglind fóru yfir stöðu sveitarfélagsins út frá matslistum BOFS. Staða sveitarfélagsins í innleiðingu farsældar barna er til fyrirmyndar.

Farsældarteymi - 44. fundur - 09.01.2026

Settar voru helstu áherslur ársins 2026:

1. Endurskoðun verklags

Verklag um tilvísanir, hlutverk og teymisvinnu yfirfarið og skýrt snemma árs.

Áhersla á einfaldleika, samræmi og skýra ábyrgð þjónustuaðila.

Tenging við handbók um stoðþjónustu.

Gátlistar leikskóla og grunnskóla.

2. Rödd barna, barnaþing

Barna-/ungmennaþing haldið, stefnt að mars.

Sjónarmið barna nýtt til að móta verklag og áherslur farsældarteymis.

Samstarf við ungmennaráð - virkja ungmennaráð.

3. Undirbúningur krakkasveiflu 2026

Dagskrá og skipulag.

Drög lögð fyrir í mars.

4. Kynning og fræðsla, unnin af nemendum

Allt kynningar- og fræðsluefni unnið af nemendum.

Stutt myndbönd og einfalt efni sem sýnir fjölbreytta upplifun barna.

Efni birt á heimasíðu og samfélagsmiðlum og nýtist áfram allt árið.

5. Skýr upplýsingagjöf til foreldra

Einföld skilaboð um hlutverk foreldra og sveitarfélags.

6. Forvarnaáætlun

Samvinna við ungmennaráð.

Ákveðið að setja í forgang að virkja ungmennaráð, undirbúa barnaþing og krakkasveiflu fyrir næsta fund farsældarteymis. Sviðsstjóra falið að kalla saman undirbúningshópa vegna þessarar vinnu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?