Farsældarteymi

44. fundur 09. janúar 2026 kl. 08:30 - 10:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Eydís Bára Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Fanney Dögg Indriðadóttir aðalmaður
  • Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Örn Finnsson aðalmaður
  • Guðný Kristín Guðnadóttir aðalmaður
  • Anton Scheel Birgisson aðalmaður
  • Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir aðalmaður
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá

1.Farsældarteymi Húnaþings vestra

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Settar voru helstu áherslur ársins 2026:

1. Endurskoðun verklags

Verklag um tilvísanir, hlutverk og teymisvinnu yfirfarið og skýrt snemma árs.

Áhersla á einfaldleika, samræmi og skýra ábyrgð þjónustuaðila.

Tenging við handbók um stoðþjónustu.

Gátlistar leikskóla og grunnskóla.

2. Rödd barna, barnaþing

Barna-/ungmennaþing haldið, stefnt að mars.

Sjónarmið barna nýtt til að móta verklag og áherslur farsældarteymis.

Samstarf við ungmennaráð - virkja ungmennaráð.

3. Undirbúningur krakkasveiflu 2026

Dagskrá og skipulag.

Drög lögð fyrir í mars.

4. Kynning og fræðsla, unnin af nemendum

Allt kynningar- og fræðsluefni unnið af nemendum.

Stutt myndbönd og einfalt efni sem sýnir fjölbreytta upplifun barna.

Efni birt á heimasíðu og samfélagsmiðlum og nýtist áfram allt árið.

5. Skýr upplýsingagjöf til foreldra

Einföld skilaboð um hlutverk foreldra og sveitarfélags.

6. Forvarnaáætlun

Samvinna við ungmennaráð.

Ákveðið að setja í forgang að virkja ungmennaráð, undirbúa barnaþing og krakkasveiflu fyrir næsta fund farsældarteymis. Sviðsstjóra falið að kalla saman undirbúningshópa vegna þessarar vinnu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?