Fræðsluráð

256. fundur 30. október 2025 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingi Hjörtur Bjarnason
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá
Guðný Kristín Guðnadóttir og Anna Berner mættu til fundar kl. 15:02

1.Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2502066Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 252. fundi fræðsluráðs. Lagt fram uppfært vinnuskjal til umræðu.
Skólastjórnendur kynntu helstu breytingar og álitamál við vinnslu reglnanna.
Guðný og Anna véku af fundi kl. 15:45

2.Matsferill

Málsnúmer 2510057Vakta málsnúmer

Samræmd stöðu- og framvindupróf Matsferils í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir nemendur 4.- 10. bekkjar allra grunnskóla landsins, en boðið verður upp á opinn prófaglugga frá 2.-27. mars 2026. Skólum er skylt að leggja prófin fyrir nemendur í 4., 6. og 9. bekk. Ákvörðun um notkun prófanna í öðrum árgöngum er í höndum kennara, skólastjóra eða fræðsluyfirvalda hvers sveitarfélags.
Fræðsluráð lítur jákvæðum augum til þess að matsferill verði nýttur í fleiri árgöngum en skyldaðir eru til þess og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir sjónarmiðum skólastjórnenda til málsins.
Fylgiskjöl:

3.Skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla 2025-2026

Málsnúmer 2502064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra grunnskóla um tilfærslu á viðtalsdegi og starfsdegi til samræmis við lok spannar í skólanum í janúar. Breytingin felur í sér betra skipulag fyrir skóla og nemendur.
Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali grunnskóla og tónlistarskóla og felur skólastjórnendum að auglýsa hana.

4.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.

5.Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 2410026Vakta málsnúmer

Heimsókn í samfélagsmiðstöð.
Fræðsluráð kynnti sér starfsemi og aðstöðu í samfélagsmiðstöð.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?