Skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla 2025-2026

Málsnúmer 2502064

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 252. fundur - 27.02.2025

Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Elsche Oda Apel og Harpa Rakel Hallgrímsdóttir mættu til fundar kl. 16:48
Lögð fram drög að skóladagatali grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026. Fræðsluráð samþykkir að grunnskóli auglýsi drögin til athugasemda meðal foreldra.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Elsche Oda Apel og Harpa Rakel Hallgrímsdóttir véku af fundi kl. 17:05

Fræðsluráð - 253. fundur - 27.03.2025

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2025-2026.

Fræðsluráð - 256. fundur - 30.10.2025

Lagt fram erindi frá skólastjóra grunnskóla um tilfærslu á viðtalsdegi og starfsdegi til samræmis við lok spannar í skólanum í janúar. Breytingin felur í sér betra skipulag fyrir skóla og nemendur.
Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali grunnskóla og tónlistarskóla og felur skólastjórnendum að auglýsa hana.
Var efnið á síðunni hjálplegt?