Byggðarráð

1261. fundur 03. nóvember 2025 kl. 14:00 - 15:13 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Styrkbeiðni frá Markaðsstofu Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 2510058Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N.
Styrkbeiðnir vegna ársins 2026 hafa þegar verið afgreiddar. Ekki er unnt að verða við beiðninni.

2.Aðalfundarboð 2025 - Hæðin á Höfðabraut

Málsnúmer 2510063Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Hæðarinnar á Höfðabraut ehf.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

3.Styrkbeiðni - Útgáfa á bókinni Réttir landsins

Málsnúmer 2510069Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Önnu Fjólu Gísladóttur vegna útgáfu bókarinnar Réttir landsins.
Styrkbeiðnir vegna ársins 2026 hafa þegar verið afgreiddar. Ekki er unnt að verða við beiðninni.

4.Samstarfssamningur um farsældarráð

Málsnúmer 2510070Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur og samstarfsyfirlýsing um farsældarráð millli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkkir framlagðan samning og samstarfsyfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Reglur um niðurgreiðslu á garðslætti 2026

Málsnúmer 2510072Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu á garðslætti.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaga EBÍ vegna 2025

Málsnúmer 2510064Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands um greiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga.
Hlutur Húnaþings vestra er kr. 476.500.-

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 987. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 131. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:13.

Var efnið á síðunni hjálplegt?