Byggðarráð

1247. fundur 16. júní 2025 kl. 14:00 - 14:38 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Viktor Ingi Jónsson
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinber
Dagskrá

1.Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 32

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað lögmanna sveitarfélagsins vegna sáttaboðs eiganda eignarinnar að Norðurbraut 32.
Byggðarráð samþykkir að fela lögmönnum sveitarfélagsins að svara tilboði eiganda eignarinnar að Norðurbraut 32 í samræmi við minnisblaðið.

2.Áskorun vegna álagningar fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2506024Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun frá Félagi atvinnurekenda vegna álagningar fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026.

3.Boð á aðalfund Leigufélagsins Bríetar ehf.

Málsnúmer 2506036Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á aðalfund Leigufélagsins Bríetar sem fram fer 27. júní 2025.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

4.Beiðni um umsögn um drög að skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins.

Málsnúmer 2506012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu með beiðni um umsögn vegna skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 980. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir fjallskilastjórnar Víðdælinga

Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer

Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 9. júní 2025 lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:

7.Fundargerðir fjallskiladeildar Miðfirðinga.

Málsnúmer 2506038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 28. maí 2025.

Fundi slitið - kl. 14:38.

Var efnið á síðunni hjálplegt?