Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga


Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið Hvammstanga samkv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var áður auglýst frá 2.5.2017 - 14.7.2017, en vegna athugasemda sem komu fram var ákveðið að endurauglýsa breytta og endurbætta tillögu að undangegnum íbúafundi. Íbúafundur um tillöguna var haldinn þann 15. janúar 2018 í félagsheimilinu Hvammstanga. Breytingar frá fyrri tillögu felast helst í því að lóðir við Tanga voru felldar út, rökstuðningur fyrir vali á íbúðarlóð bætt inn, breytingar á lóðarmörkum og ný rútustæði ásamt endurbættri fornleifaskráningu. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan  Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar og er samtals um 11 ha að stærð.

Þeir sem telja siga eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 27. mars 2018. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 

Ofangreind tillaga er til sýnis í þjónustuandyrri ráðhússins á Hvammstanga, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Þær eru einnig aðgengilegar hér fyrir neðan;

Hafnarsvæðið - Uppdráttur
Hafnarsvæðið - Greinagerð
Hafnarsvæðið - Fornleifaskýrsla og greinagerð um afstöðu fornleifa vegna breyttrar skipulagstillögu

Var efnið á síðunni hjálplegt?