Tillaga að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

 

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti 9. apríl s.l. að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026  skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingin tekur einnig til 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Við gildistöku nýja aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Húnaþings vestra  2000-2014 og Aðalskipulag Bæjarhrepps 1995-2015.

 

Aðalskipulagsgögnin sem eru sveitarfélagsuppdráttur með þéttbýlisuppdráttum fyrir Hvammstanga og Laugarbakka, greinargerð og umverfisskýrsla dags. 14.04.2014  verða til sýnis frá 17. apríl 2014 og til 2. júní 2014. Gögnin verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is, skrifstofu Húnaþings vestra og Skipulagsstofnun á Laugavegi 166, 105Reykjavík frá og með 17. apríl 2014 til 2. júní 2014.  Athugasemdum við aðalskipulagstillöguna skal skila skriflega á  skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið alla@hunathing.is fyrir 2. júní 2014.

 

Greinargerð

Umhverfisskýrsla

Skipulagsuppdráttur

 

Skúli Þórðarson

Sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?