Leiguverð íbúða í eigu Húnaþings vestra

Málsnúmer 2601029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1268. fundur - 26.01.2026

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um leiguverð íbúða í eigu Húnaþings vestra.
Í minnisblaðinu kemur fram greining á fermetraverði leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins samanborið við nærliggjandi sveitarfélög og meðalfermetraverð samkvæmt skráðum húsaleigusamningum hjá HMS. Meðalfermetraverð leiguíbúða í eigu Húnaþings vestra er nokkru lægra en hjá þeim sveitarfélögum sem skoðuð voru. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera tillögu að útfærslu á hækkunum á leiguverði íbúða í eigu sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?