-
Byggðarráð - 1265
Auglýst var eftir tilboðum í fasteignina að Hlíðarvegi 25, neðri hæð sunnan megin, með fresti til sunnudagsins 21. desember 2025. Eitt tilboð barst frá Andra Frey Bender og Önnu Malagowska að upphæð kr. 3.000.000.-
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1265
Byggðarráð sýnir þeim rökum sem tilgreind eru í beiðninni skilning. Ekki er gert ráð fyrir auknu stöðugildi í fjárhagsáætlun ársins 2026. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða hvort hægt er að hagræða á öðrum stöðum áætlunarinnar til að rými gefist fyrir auknu stöðugildi.
-
Byggðarráð - 1265
Óska forsvarsmenn keppninar eftir styrk að fjárhæð 250.000.- vegna nauðsynlegrar endurnýjunar keppnisbrautar Skólahreysti. Í ljósi góðs gengis keppnisliðs Húnaþings vestra undanfarin ár og hversu ríkan þátt í skólamenningu keppnin hefur samþykkir byggðarráð að styrkja endurnýjun keppnisbrautarinnar um kr. 250.000.- Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2025.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1265
Óskað er eftir skipan fulltrúa meirihluta og minnihluta auk varamanna. Einnig er óskað eftir skipan varamanns fyrir sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem sæti á í ráðinu. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi skipan:
Aðalmenn:
Elín Lilja Gunnarsdóttir.
Viktor Ingi Jónsson.
Varamenn þeirra:
Magnús Magnússon.
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Varamaður sviðsstjóra fjölskyldusviðs:
Sveitarstjóri.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1265
Héraðsnefnd Strandasýslu hefur verið slitið en sveitarfélagið varð aðili að nefndinni við sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem aðilar voru að henni. Hlutur Húnaþings vestra að frádregnum kostnaði endurskoðenda við slitin var kr. 648.686.- Byggðarráð telur eðlilegt að fjármunirnir renni til verkefnis á svæðinu sem var hluti af héraðsnefndinni á meðan hún var starfandi. Ráðið samþykkir að styrkja Áhugamannafélag um endurbyggingu Riis-húss á Borðeyri um fjárhæðina sem í hlut sveitarfélagsins kom, kr. 648.686.-
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
-
Byggðarráð - 1265
Fundargerð 1265. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.