Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2026

Málsnúmer 2511060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1263. fundur - 01.12.2025

Lögð fram drög að uppfærðum úthlutunarreglum Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra vegna úthlutunar ársins 2026.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra og felur sveitarstjóra að auglýsa úthlutun ársins 2026 með umsóknarfresti til 10. janúar 2026.

Byggðarráð - 1268. fundur - 26.01.2026

Lagðar fram umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.
Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra árið 2026 var auglýst með umsóknarfresti til 10. janúar. 2 umsóknir bárust. Alls var sótt um kr. 3.000.000. Til úthlutunar eru kr. 2.500.000. Að loknu mati á umsóknum samþykkir byggðarráð að veita eftirtöldum verkefnum styrk:

Framhugsun ehf, vegna verkefnisins Rabarbaron - efling framleiðslu og úrvinnsla afurða, kr. 2.000.000.-
Selasetur Íslands, vegna verkefnisins Markaðssókn Selasetursins vegna selaskoðunar í sýndarveruleika, kr. 500.000.-

Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum við styrkhafa.
Var efnið á síðunni hjálplegt?