Skipulags- og umhverfisráð - 381

Málsnúmer 2511003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 396. fundur - 18.11.2025

Fundargerð 381. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 13. nóvember sl. lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381
    Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma, en tvær ábendingar bárust.
    Skipulags- og umhverfisráð tekur undir ábendingar í umsögnum Brunavarna Húnaþings vestra og sviðsstjóra umhverfis-, veitna- og framkvæmdasviðs.
    Ráðið leggur til að tekið verði mið af framkomnum ábendingum við lokaafgreiðslu málsins, með sérstakri áherslu á:

    - að tryggt verði að komið verði fyrir brunahana í samráði við Brunavarnir Húnaþings vestra,
    - að samráð verði haft við veitusvið sveitarfélagsins áður en framkvæmdir hefjast, vegna lagnakerfa á svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framangreind sjónarmið á innsendum ábendingum frá umsagnaraðilum og einnig frá Sigríði Klöru og Önnu Rósu Böðvarsdætrum verði skoðuð áður en drög að deiliskipulagi eru lögð fram til auglýsingar.

    þ.e.
    - Samræmingu aðalskipulagsbreytingar VÞ‑9 við deiliskipulag og mat á því hvort leggja skuli fram breytingu á gildandi deiliskipulagi 2013 (mörk/stækkun) í samræmi við ábendingu
    Skipulagsstofnunar;
    - Votlendis- og náttúrufarsúttekt (afmörkun vistgerða, fuglalíf) og flóðahættugreiningu;
    - Grunnvatns- og mengunarvarnagreiningu með hönnun mótvægisaðgerða í samræmi við reglugerðir 796/1999 og 797/1999;
    - Innleiðingu skilmála um brunaöryggi, slökkvivatn og viðbragðsáætlun í samráði við Brunavarnir;
    - Staðfestingu landamerkja og kynningar til aðliggjandi jarðareigenda;


    Bókun fundar Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15:25.

    Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 15:27.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að fyrir liggi skrifleg undirritun landeiganda. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir stofnun nýrrar lóðar úr landi Múlalundar L228874 sem fær staðfangaheitið Múlalundur 2. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Höfða L144475 og stofnun nýrrar lóðar úr landi Höfða sem fær staðfangaheitið Litlu-Vellir. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Sæból L144189 og Sæból 1 L234854. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir stofnun nýrrar lóðar og breyttu staðfangi.
    Stóra-Ásgeirsá lóð L200590 fær staðfangið Stóra-Ásgeirsá 2.
    Lóðin stofnuð í landi Stóru-Ásgeirsár L144636 fær staðfangaheitið Stóra-Ásgeirsá 3.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 381 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Víðihlíð L144645 og stofnun nýrrar lóðar sem fær staðfangaheitið Víðihlíð 2. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?