Byggðarráð - 1260

Málsnúmer 2510010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 396. fundur - 18.11.2025

Fundargerð 1260. fundar byggðarráðs frá 27. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1260 Starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október sl. Alls bárust 8 umsóknir. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Eftirtalin sóttu um:
    Anne Herzog,
    Atli Arason,
    Egill Gestsson,
    Einar Torfi Einarsson,
    Frank Bowers,
    Guðni Þór Skúlason,
    Ingimar Ingimarsson.
    Helga Birna fór yfir ráðningarferlið, matskvarða, forsendur mats og mat á þeim umsóknum sem bárust. Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn málsins. Byggðarráð samþykkir að ráða Ingimar Ingimarsson í starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra.
    Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Ingimar.
    Þorgils Magnússon lætur af störfum 1. desember nk. Byggðarráð þakkar Þorgils vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1260 Byggðarráð skipar Heiðu Jack verkefnisstjóra umhverfismála sem aðgengisfulltrúa Húnaþings vestra. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1260 Í samræmi við erindisbréf starfshópsins skipar byggðarráð eftirtalin í hópinn:
    Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs, formaður,
    Viktor Ingi Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi,
    Rannvá Björk Þorleifsdóttir, formaður foreldrafélags Leikskólans Ásgarðs.
    Bókun fundar Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 15:17. Magnús Magnússon varaoddviti tók við fundarstjórn.

    Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Þorleifur Karl Eggertsson kom aftur til fundar kl. 15:19 og tók við fundarstjórn að nýju.

  • Byggðarráð - 1260
Var efnið á síðunni hjálplegt?