Landbúnaðarráð - 221

Málsnúmer 2509001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 396. fundur - 18.11.2025

Fundargerð 221. fundar landbúnaðarráðs frá 5. nóvember sl. lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Sigríður Ólafsdóttir formaður landbúnaðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Landbúnaðarráð - 221 Eftirfarandi umsóknir bárust:
    Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
    Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
    Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
    Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
    Hannes Hilmarsson, vegna veiða í vestanverðum Hrútafirði.
    Björn Viðar Unnsteinsson, vegna veiða í Vesturhópi.
    Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við ofangreinda vegna vetrarveiða á ref veturinn 2025-2026.
    Bókun fundar Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:37.

    Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Elín Lilja Gunnarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 15:40.
  • Landbúnaðarráð - 221 Heildarkostnaður vegna styrkvega var kr. 5.677.641,- þar af er framlag frá Vegagerðinni kr. 2.500.000,-. Heildarkostnaður vegna heiðagirðinga var kr. 3.550.893,-.
  • Landbúnaðarráð - 221 Heildarkostnaður vegna refa- og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 8.461.240. Unnin grendýr voru 91, yrðlingar 196 og hlaupadýr 103. Veiddir minkar voru 35.
  • Landbúnaðarráð - 221 Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 903/2024 skal fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. Í ljósi þess er þeim tilmælum beint til eigenda hunda í dreifbýli að ormahreinsa hunda sína.
    Sveitarstjóra er falið að vekja athygli á framangreindu á miðlum sveitarfélagsins og með auglýsingu í Sjónauka.

  • Landbúnaðarráð - 221 Landbúnaðarráð samþykkir framlagða áætlun.
Var efnið á síðunni hjálplegt?