Landbúnaðarráð

221. fundur 05. nóvember 2025 kl. 13:00 - 13:31 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingveldur Linda Gestsdóttir
  • Dagný Ragnarsdóttir varaformaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Stella Dröfn Bjarnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Dagskrá
Dagný Ragnarsdóttir varaformaður, setti fund og stjórnaði honum.

1.Vetrarveiði á ref veturinn 2025-2026

Málsnúmer 2509102Vakta málsnúmer

Vetrarveiði á ref veturinn 2025-2026 var auglýst með umsóknarfresti til 1. nóvember.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
Hannes Hilmarsson, vegna veiða í vestanverðum Hrútafirði.
Björn Viðar Unnsteinsson, vegna veiða í Vesturhópi.
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við ofangreinda vegna vetrarveiða á ref veturinn 2025-2026.

2.Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda 2025

Málsnúmer 2509103Vakta málsnúmer

Uppgjör vinnu fjallskiladeilda við styrkvegi og heiðagirðingar lögð fram til kynningar.
Heildarkostnaður vegna styrkvega var kr. 5.677.641,- þar af er framlag frá Vegagerðinni kr. 2.500.000,-. Heildarkostnaður vegna heiðagirðinga var kr. 3.550.893,-.

3.Uppgjör refa- og minkaveiða 2025

Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer

Uppgjör refa- og minkaveiða 2025 lagt fram til kynningar.
Heildarkostnaður vegna refa- og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 8.461.240. Unnin grendýr voru 91, yrðlingar 196 og hlaupadýr 103. Veiddir minkar voru 35.

4.Ormahreinsun hunda í dreifbýli

Málsnúmer 2510074Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 903/2024 skal fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. Í ljósi þess er þeim tilmælum beint til eigenda hunda í dreifbýli að ormahreinsa hunda sína.
Sveitarstjóra er falið að vekja athygli á framangreindu á miðlum sveitarfélagsins og með auglýsingu í Sjónauka.

5.Starfsáætlun landbúnaðarráðs 2026

Málsnúmer 2510073Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að starfsáætlun landbúnaðarráðs fyrir árið 2026.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða áætlun.

Fundi slitið - kl. 13:31.

Var efnið á síðunni hjálplegt?