Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 13:00 Að Staðarbakka, Miðfirði.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:

  1. Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim.  Ákveðið að fara í göngur 3. september, fimmtudag, og réttað verði laugardaginn 5. september.  Stóðrétt hefst kl. 8:30 og sauðfjárrétt um leið og söfnin koma til réttar.  Heimalandssmölun skal fara fram 26. september og skilarétt sunnudaginn 27. september kl. 14:00.
  2. Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 4%.  Verð á klst. í eftirleitum ákveðið kr. 3.000,-
  3. Búið er að lagfæra safngirðinguna við Bjargastaði en eftir er þó að lagfæra vesturhliðina og verður það gert næsta sumar ef fjárveiting fæst. 
  4. Erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar ehf. vegna fjallskila jarðarinnar Efri-Fitjar tekið fyrir.  Niðurstaða nefndarinnar er sú að hún sér enga fyrirstöðu á að jörðin Efri–Fitjar verði flutt í fjallskiladeild Miðfirðinga en telur jafnframt eðlilegt að báðar jarðirnar Efri og Neðri – Fitjar tilheyri sömu fjallskiladeild.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?