Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga að austan

Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga að austan fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 20:30 að Bálkastöðum.

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson

Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld

Stjórn hittist á Bálkastöðum I.

1. Viðhald vega, vegurinn fram hjá fossseli til heiðar fór mjög illa í hlákunni í jan-feb og rann alveg frá ræsi við fytjalæk, kom þá í ljós að ræsið er ónýtt af riði. Brynjar og Jón ætla að gera veginn færan. Formanni falið að tala við vegagerðina um að fá nýjan hólk.
2. Viðhald girðinga, formanni falið að leita eftir mannskap í verkið.
3. Upprekstur, gróður á nokkuð í land og upprekstur verður ákveðinn síðar og fer aðeins eftir framkvæmdum við ræsi.
4. Fjárbeiðni, formanni falið að senda landbúnaðarráði bréf og óska eftir viðbótarfjármagni vegna aukins kostnaðar vegna ræsis.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?