Fjallskilastjórn Vatnsnesinga

Fjallskilastjórn Vatnsnesinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 00:00 Sauðadalsá.

Fundarmenn

Auðbjörg K. Magnúsdóttir
Ágúst Þorbjörnsson
Þormóður Ingi Heimisson

Fundur haldinn í stjórn fjallskiladeildar Vatnsnesinga 5.desember 2018 á Sauðadalsá.

 

Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Hamarsrétt. Eftirstöðvum af 2 milljón króna styrk Húnaþings vestra verður ráðstafað í efni sem nýtist í þær framkvæmdi sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Ekki er komið svar við styrkumsókn fyrir 2019.

Engar athugasemdir vegna fjallskila hafa borist til stjórnar.

Það er komið á hendur stjórnar að sjá um að það sé gert við veginn upp frá Helguhvammi. Garðar Guðmundsson bjargaði þessu fyrir deildina skömmu fyrir göngur, þar sem stjórn áttaði sig ekki í tíma á að þetta væri á hennar höndum.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?