Fundargerð fjallskilastjórnar Bæjarhrepps.

Fundargerð fjallskilastjórnar Bæjarhrepps. fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl. 20:30 að Kjörseyri .

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður

Sigrún Waage

Hannes Hilmarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Sigurðsson

Fundargerð:

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Tekin var ákvörðun um að hækka fjallskil frá fyrra ári og hækki því á vetrarfóðraða kind úr kr 108 í kr 115. Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila hækki úr 5900 í kr 6200

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 17. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 16. september.

Önnur leit verður laugardaginn 1. október.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 2. október kl 13.00

 

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

 

Hvalsárrétt er í ágætu standi en bera þyrfti ofaní veg að réttinni.

 

Safngirðingu á eftir að fara yfir, en er trúlega í nokkuð góðu standi. Sjálfsagt þyrfti að skipta um nokkra staura og strekkja á einstaka vír.

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.31

Var efnið á síðunni hjálplegt?