Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 20:30 Að Stórhól í Víðidal.

Fundarmenn
Maríanna Eva Ragnarsdóttir 
Júlíus Guðni Antonsson
Sigtryggur Sigurvaldason

 

 
Starfsmenn
Maríanna Eva Ragnarsdóttir 
Júlíus Guðni Antonsson
Sigtryggur Sigurvaldason
Fundargerð ritaði: Júlíus Guðni Antonsson

Fundur fjallskilastjórnar Víðdælinga haldinn á Stórhóli mánudagskvöldið 23.apríl 2018 kl.20:30.

Formaður, Maríanna setti fund og stjórnaði, Júlíus Guðni ritaði fundargerð.

  1. Borist hefur ályktun frá sjálfseignarstofnun Grímstungu- og Haukagilsheiðar þar sem fram kemur vilji til samstarfs við Húnaþing vestra um friðun Stórasands fyrir búfjárbeit.

Málið hefur verið reifað hér og Landbúnaðarráð Húnaþings vestra beindi því til fjallskilastjórnar að ekki yrði lengra haldið með þessa hluti nema með frekari kynningu í deildinni á fundi sem sérstaklega væri auglýstur til að fjalla um efnið.

Með hliðsjón af því hve áliðið er vors telur nefndin ekki unnt að halda fund fyrr en í fyrripart júnímánaðar og telur rétt að stefna að því.

2. Ekki hafa borist búfjártölur samkv. búfjárskýrslum sl. haust. Formanni falið að ýta á eftir þeim.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?