Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 9. júní 2023 kl. 09:00 Syðra-Kolugili.

Fundarmenn

Dagný Ragnarsdóttir Maríanna Eva Ragnardóttir
Ingvar Ragnarsson

Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir

Farið var ásamt ráðunaut; Sigríði Ólafsdóttur, í gróðureftirlitsferð á Víðidalstunguheiði.
Gróður kominn vel af stað en vegur ófær vegna aurbleytu fyrir framan heiðagirðingu.
Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár í Lambhaga og Krók frá og með deginum í dag.
Ákvörðun um upprekstur fram á heiði verður tekin síðar. Tilkynning um það mun koma á
Facebook síður fjallskiladeildarinnar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl 10:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?