Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 12:00 Syðra-Kolugil.

Fundarmenn

Dagný Ragnarsdóttir, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson

Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir.

Ný stjórn skipti með sér verkum; Dagný Ragnarsdóttir tók að sér formennsku og Maríanna Eva Ragnarsdóttir ritarastörf, Ingvar Ragnarsson meðstjórnandi.

Fjallskilastjórn fór ásamt ráðunaut í gróðureftirlitsferð 2. júní fram á heiði. Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár í Lambhaga og Krók föstudaginn 3.júní og upprekstur fram fyrir heiðagirðingu miðvikudaginn 8.júní. Upprekstur hrossa leyfður frá og með 19.júní.

Júlíus Guðni mætti til fundar til að fara yfir störf sín vegna skála og vega á Víðidalstunguheiði. Rætt um helstu verkefni framundan, en fyrir liggur að fara þarf í ýmsar lagfæringar í skálunum vegna brunavarna.


Fleira ekki tekið fyrir.


Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?