Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 29. mars 2022 kl. 19:00 Að Sindrastöðum í Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Þ Líndal , Sigríður Ólafsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir
  1. Fjallskilastjórn Víðdælinga barst bréf frá landeigendum Hrísa II þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjallskil og álagningu fjallskilagjalda. Erindinu var svarað af fjallskilastjórn.
  2. Fjallskilastjórn undirbjó deildarfund sem á að vera í Dæli 12. apríl nk. kl 19.30. Farið var yfir ársreikning fyrir árið 2021. Halli ársins var 70.209 sem er lækkun um 684.446 frá fyrra ári.
  3. Göngur haustið 2022. Ákveðið að göngur færu fram mánudaginn 5. september nk. og réttað yrði í Valdarásrétt 9. september og í Víðidalstungurétt 10. september.

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 21.30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?