Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 10. desember 2021 kl. 14:00 Að Sindrastöðum í Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Þ Líndal, Sigríður Ólafsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir

1. Farið var yfir unnin fjallskil haustið 2021 og reiknað út hver greiðslustaða er hjá hverjum og einum gjaldanda og viðkomandi gögn send á skrifstofu sveitarfélagsins sem sendir út reikninga.

 

2. Helstu framkvæmdir í sumar.

Safngirðing við Valdarásrétt endurnýjuð.

Vegurinn lagaður í kringum Hvarfshvíslina. Vegurinn milli Ytri og Syðri Haugarhvísla byggður upp og hækkaður.

Í Fellaskála var sett 1000 lítra rotþró sem kostuð var af sveitarfélaginu.

Hestahólfið við Fellaskála endurnýjað og minnkað ,einnig var gert rúlluhólf sem nýtist

við að handsama fé.

Sett var ræsisrör á rekstrarleiðina vestur með heiðargirðingunni frá Jónssteini við Víðidalsá.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:52.

Var efnið á síðunni hjálplegt?