Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 25. júlí 2021 kl. 19:30 Að Sindrastöðum Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Þ Líndal , Sigríður Ólafsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir

1. Þann 10. júní var farið var í gróðureftirlitsferð á Víðidalstunguheiði. Í samráði við ráðanaut var ákveðið að leyfa upprekstur í Lambhagann og Krók 16. júní, fram á heiði 25. júní og hross frá og með 5. júlí.

 

2. Álagning fjallskila og niðurjöfnun verka.

Samþykkt var að hækka eininguna úr 360 í 400 kr. Álagning á landverð 4 % af fasteignarmati lands. 30 % afsláttur er veittur af hrossum sem ekki ganga á afrétt. Framtalið fjallskilt búfé 2021 sauðfé 4858 hross 1053 X 6 einingar samtals 11176 einingar.

Göngur hefjast mánudaginn 6. september og verður réttað í Valdarásrétt föstudaginn 10. sept kl 9 og í Víðidalstungurétt laugardaginn 11. sept kl 10 . Seinnigöngur hefjast föstudaginn 17. sept og verða í þrjá daga.

Fyrri heimalandasmölun verður 25. sept og réttað í Víðidalstungurétt 26. sept kl 10.

Seinni heimalandasmölun 9. okt og réttað í Víðdalstungurétt 10. okt kl 10.

Stóð sótt í lönd milli heiðargirðinga föstudaginn 1. okt. og réttað laugardaginn 2. okt. kl 11.

 

3. Gunnar Þorgeirsson óskaði eftir heimild til að reka hross á afrétt Víðdælinga.

Stjórnin samþykkti þá ósk og verður rukkað sama einingarverð og er í gangnaseðli.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 23

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?