Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn laugardaginn 18. júlí 2020 kl. 19:30 Sindrastöðum.

Fundarmenn

 Ísólfur Þ Líndal,Gunnar Þorgeirsson og Kristín Guðmundsdóttir

 

  1. Farið var í gróðureftirlitsferð með ráðunauti 16. júní og í samráði við hann var ákveðið að leifa upprekstur í Lambhagann og Krók samdægurs og fram á heiði 20. júní og hross frá og með 1. júlí.
  2. Ákveðið var að kaupa rafstöð í Fellaskála og koma þar upp öruggara rafmagni. Klára framkvæmdir við Mönguhólsskála og hefja undirbúning við að koma upp vatnssalerni í Bleikskvíslarskála. Fjármagn til vegagerðar verður notað þar sem brýnust þörfin er.
  3. Álagning fjallskila og niðurjöfnun verka.

Lagt á einingu 360 kr og álagning á landverð 4% af fasteignarmati lands. 30% afsláttur er veittur af hrossum sem ekki ganga á afrétt.

Framtalið fjallskilaskylt búfé 2020 sauðfé 5521, hross 1100 x 6 einingar.. samtals 12121 einingar.

Göngur hefjast mánudaginn 31 ágúst 2020.

Seinnigöngur hefjast föstudaginn 11. sept og verða í þrjá daga.

Fyrri heimalandasmölun fer fram laugardaginn 19 sept og seinni heimalandasmölun 10. okt.

Stóð sótt í lönd milli heiðagirðingar föstudaginn 2. okt og réttað laugardaginn 3. okt. kl.

11:00

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?