Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 9. ágúst 2019 kl. 09:00 að Sindrastöðum í Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Þ. Líndal, Gunnar Þorgeirsson og Kristín Guðmundsdóttir  

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir
  1. Farið var í gróður eftirlitsferð með ráðunauti 3. júní og í samráði við hann var ákveðið að leyfa uppreksur í Lambhagab og Krók 10. júní  og fram á heiði 14. júní hross frá og með 1. júlí.
  2. Farið var í vegagerð í lambhagann 8. og 20. júní meðal annars til að laga skemmdir á veginum vegna aksturs meðan vegurinn var lokaður.
  3. Álagning fjallskila og niðurröðun verka. Lagt á einingu 360 kr. og álagning á landverð 4% af fasteignamati lands. 30% afsláttur er veittur af hrossum sem ekki ganga á afrétt. Framtalið fjallskilt búfé 2019 sauðfé 5587, hross X6 1118 alls 12295 einingar.

Göngur hefjast mánudaginn 2. september 2019. Seinni göngur hefjast föstudaginn 13. september og verða í 3 daga. Fyrri heimalandasmölun farið fram 21. september og seinni heimalandasmölunin 12. október. Stóð sótt í lönd milli heiðagirðinga föstudaginn 4. október  og réttað laugadaginn 5. október kl 11:00

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið.   

Var efnið á síðunni hjálplegt?