Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 8. ágúst 2018 kl. 18:00 Að Sindrastöðum í Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Þ Líndal,Kristín Guðmundsdóttir, Gunnar Þorgeirsson.

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir

Dagskrá fundar.

1. Ákveðið var að umsjónarmenn stóðsmölunar verði framvegis titlaðir leitarstjórar og fái þóknun fyrir.

Í framhaldi af því var ákveðið að samræma gangnamat fyrir  gangna og leitarstjóra og verða það 4160 kr á dag.

Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

2. Lagt á einingu kr 360 og álagning á landverð 4% af fasteignarmati lands.

30% afsláttur veittur af hrossum sem ekki ganga á afrétt.

Dagsverkið hækkar um 4% og er þá 16.640 kr.

 

Göngur hefjast mánudaginn 3 sept 2018. Fyrri heimalandasmölun fari fram 15 sept og seinni heimalandasmölun 13 okt 2018.

Seinnigöngur hefjast föstudaginn 21 sept og verða í þrjá daga.

Stóð sótt í lönd milli heiðargirðinga föstudaginn 5 okt og réttað 6 okt kl 11.

 

3. Formaður kynnti bréf sem hann sendi til sveitarfélagsins vegna gerðar fjárhagsáætlunar þess fyrir 2019.

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 23.

Var efnið á síðunni hjálplegt?