Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 11. ágúst 2017 kl. 13:00 Á Litlu-Ásgeirsá.

Fundarmenn

Maríanna Eva Ragnarsdóttir

Sigtryggur Sigurvaldason

Júlíus Guðni Antonsson

Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir
  1. Gengið frá niðurjöfnun fjallskila fyrir haustið 2017.

 

Lagt á einingu kr.360 og álagning á landverð 4% af fasteignamati lands, 30% afsláttur veittur af hrossum sem ekki ganga á afrétti.

Dagsverk hækki ekki þannig að það stendur í kr. 16.000,-

 

Göngur hefjist mánudaginn 4.september 2017.

Fyrri heimalandasmölun fari fram 16.september og seinni heimalandasmölun 14.október 2017.

Seinnigöngur hefjist föstudaginn 22.september og standi í 3 daga.

 

Stóð sótt í löndin milli girðinga föstudaginn 6.október og réttað 7.október kl. 11:00

 2. Rætt um ýmis framkvæmdaratriði fram að göngum. Ma. viðbyggingu við Mönguhólsskála, vegagerð og viðhaldsverkefni rétta ofl.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:15

Var efnið á síðunni hjálplegt?