Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 21. ágúst 2020 kl. 20:00 Ásbyrgi.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Gunnar Ægir Björnsson, Kristófer Jóhannesson, Helgi A. Pálsson, Þórarinn Rafnsson, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Magnús Magnússon og Sveinbjörn Æ Magnússon.

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Rætt um göngur og réttir. Hvernig skuli haga málum nú í COVID-19.  Umgengnis reglur ræddar.  Fé frá 10 bæjum fer á heiðina en fleiri bæjir geta þó átt þar fé.  Áætlað að 6 manns  komi frá hverjum bæ  hjá þeim sem eiga færri en 200 ær á heiði og fleiri frá þeim sem eiga 200 ær og fleiri.  Þetta ætti þá að sleppa.  Menn vilja fá hring í almenning til að auðveldara sé að draga.  Í réttinni mega vera 100 manns í einu. 

Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 marka hámarksreglu.  Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin takmörkunum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?