Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 16. júní 2020 kl. 09:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir og Anna Margrét ráðunautur.

Dagskrá: Skoða ástand gróðurs á afrétt Miðfirðinga.  Farið var í Núpsdal.  Gróður kominn vel af stað. 

Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár frá og með deginum í dag.  Upprekstur hrossa er leyfður frá og með 10. júlí 2020. 

Athugasemd:  Jón Kolbeinn héraðsdýralæknir hringdi og lagði áherslu á að athuga þyrfti með hvort búið væri að gera við varnargirðingar.  Rafn hringdi í Bjarna Kristmundsson á Borðeyrarbæ.  Hann sagði að ekki væri búið að gera við varnargirðingu fyrir framan Þjófabælishól.  Vegna fordæmalausra aðstæðna í vetur mælist fjallskilastjórn til að ekki verði flutt fé fram fyrir Tungukoll fyrir mánaðarmótin júní/ júlí.  Ekki er hægt að gera við sauðfjárvarnagirðingu þar vegna klaka.

Fleira ekki tekið fyrir.

Rafn Benediktsson

Ebba Gunnarsdóttir

Valgerður Kristjánsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?