Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 19. ágúst 2018 kl. 20:30 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Þórarinn Rafnsson og Gunnar Ægir Björnsson.

Dagskrá:

  • Ný girðing við Miðfjarðarrétt.  Fyrirhugað hólf er norðan réttar, skjólgott og grösugt.  Girða þarf nýja girðingu að austan rúma 550 m, hólf að vestan er uþb. 429 m og þar þarf að yfirfara girðinguna.  Nýtt hlið þarf að koma inn í safngirðingu.
  • Samþykkt tilboð Þórarins og Gunnars í uppsetningu á girðingu á hólfi við Miðfjarðarétt kr. 450.000,-  +  kr. 50.000,- í ófyrirséð.  Tilboðið inniheldur vinnu manna og véla en fjallskilanefnd skaffar efni.
  • Verkinu skal lokið fyrir 6. September.
  • Dilkar, bæjarnúmer vantar á nokkra dilka í réttina.
  • Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:30

Gunnar Björnsson

Þórarinn Óli Rafnsson

Valgerður Kristjánsdóttir

Ebba Gunnarsdóttir

Rafn Benediktsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?