Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 3. desember 2023 kl. 14:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Pétur H. Sigurvaldason, Þórarinn Óli Rafnsson og Valgerður Kristjánsdóttir

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:

  1. Unnið að álagningu fjallskila. Fjallskilaskylt er allt sauðfé, veturgamalt og eldra, og hross. Þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum. Lambsverð er ákveðið 16.203,- kr. Ákveðið að hækka verð á einingu um 8%. Þá verður álagning á sauðfé 125 kr og hross 873 kr og landverð er 1,8%.
  2. Leiga á hesthúsum og landi hækkar skv. Neysluvísitölu um 8% og er sú sama á alla leigusala. Neysluvísitala er nú 597,8 stig en var 487 stig 2020 þegar leigusamningur var gerður og var leiga þá ákveðin kr. 27.748,-
  3. Almennar umræður.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17:17.

Var efnið á síðunni hjálplegt?