Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 2. ágúst 2023 kl. 13:30 að Staðarbakka, Miðfirði.

Fundarmenn

Þórarinn Óli Rafnsson formaður, Pétur H. Sigurvaldason og Valgerður Kristjánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir.

Dagskrá:
1. Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim. Ákveðið að fara í göngur fimmtudaginn 7. september. Réttað verði laugardaginn 9. september, sauðfé um hádegi eða um leið og söfn komi til réttar og hross sunnudaginn 10. september kl 11:00.
2. Heimalandasmölun skal fara fram 30. september og skilarétt sunnudaginn 1. október kl. 14:00.
3. Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 5%. Verð á klst. í eftirleitum kr. 3.423-. Akstur milli rétta hækkar um 5%.
4. Ekki verður hægt vegna breyttra aðstæðna að bjóða upp á að bændur sleppi sauðfé í söfnunarhólf við Miðfjarðarrétt fyrir skilaréttina.
5. Nýtt hólf fyrir hross við Laxahvamm.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 16.30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?