Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 29. nóvember 2021 kl. 20:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson formaður, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:
1. Unnið að álagningu fjallskila. Fjallskilaskylt er allt sauðfé, veturgamalt og eldra, og hross. Þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum. Lambsverð er ákveðið 14.289,- kr. Ákveðið að hækka verð á einingu um 3,5%. Þá verður álagning á sauðfé 110 kr og hross 770 kr og landverð er 1,8%.
2. Leiga á hesthúsum og landi hækkar skv. Neysluvísitölu um 4,36% og er nú sú sama á alla leigusala.
3. Almennar umræður um verkefni næsta árs og göngur.
• Hross 2021 eru 1254 og gjaldskyld 1025.
• Ær 2021 eru 11.730 voru 11.137 árið áður.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 22:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?